VELKOMIN TIL

Mjóeyrar

Við bjóðum uppá afslátt ef bókað er í gegnum vefsíðuna okkar!

Sjá gistinguSjá afþreyingu

Ferðaþjónusta

Mjóeyri

Gagnlegar upplýsingar

Um Mjóeyri

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur. Við bjóðum upp á gistingu á notalegu gistiheimili og fallegum sumarhúsum sem öll eru með frábæru útsýni út fjörðinn. Við leggjum okkur fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Við rekum einnig veitingarstaðinn Randulffs-sjóhús sem er í einstöku og sögulegu húsi. Þar leggjum við mikla áherslu á að bjóða upp á ferskan mat úr firðinum s.s fisk og hreindýr en einnig hákarl, harðfisk og síld sem allt er framleitt á svæðinu. Veitingarstaðurinn er opinn alla daga í Júní, Júlí og Ágúst.

Gisting

Sumarhúsin

Sumarhúsin eru staðsett á Mjóeyrinni sem er rétt utan við þéttbýliskjarnann Eskifjörð. Þar er skemmtileg fjara, friðsælt umhverfi, fallegt útsýni yfir fjörðinn og til tignarlegra fjalla. Við bjóðum upp á gistingu í herbergjum og sumarhúsum í þremur stærðum. Hægt er að fá morgunmat sé þess óskað. Á sumrin bjóðum við upp á veitingar á Randulffs-sjóhúsi sem staðsett er í 500m fjarlægð innar í bænum.

24 fermetrar

Hús fyrir 2 – 4 manns

Þessi litlu en sjarmerandi hús eru um 24m2, þar er hjónarúm og svefnloft sem 2 geta gist. Í húsunum er eldunaraðstaða, sjónvarp, smá stofa og baðherberi með sturtu. Rúmföt og handklæði eru innifalin ásamt fríu aðgengi að interneti.

29 fermetrar

Hús fyrir 2 – 4 manns

Þessi litlu, rúmgóðu og sjarmerandi hús eru um 29m2, þar er hjónarúm og svefnloft sem 2 geta gist. Í húsunum er eldunaraðstaða, sjónvarp, smá stofa og baðherberi með sturtu. Rúmföt og handklæði eru innifalin ásamt fríu aðgengi að interneti.

39 fermetar

Hús fyrir 4 -6 manns

Hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er útbúið með örbylgjuofni, ísskápur, hraðsuðukatli og kaffikönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2 persónur.

Gisting

Gistiheimilið Mjóeyri

Stóra húsið, þar sem gistiheimilið er, var nýlega innréttað, húsið var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.  Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegu baðherbergi, eldhúskrók og setustofu með sjónvarpi. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Gistiheimili

Eins / tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði

Gistiheimilið Mjóeyri býður upp á eins / tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Herbergin eru björt, rúmgóð og rúma tvær manneskjur.

Gestir hafa aðgang að sameiginlegri setustofu á efri hæðinni en þar er einnig te / kaffi aðstaða. Rúmföt og handklæði eru innifalin í verði. Bílastæði og WiFi tenging er í boði á öllu gistiheimilinu.

Gistiheimili

Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði.

Gistiheimilið Mjóeyri býður upp á tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Herbergin eru björt, rúmgóð og rúma tvær manneskjur.

Gestir hafa aðgang að sameiginlegri setustofu á efri hæðinni en þar er einnig te / kaffi aðstaða. Rúmföt og handklæði eru innifalin í verði. Bílastæði og WiFi tenging er í boði á öllu gistiheimilinu.

Gagnlegar upplýsingar

Þjónusta og aðstaða

}

Innritun / Útskráning

Innritun gesta fyrir gistiheimilið og sumarhúsin er milli 16.00-21.00. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið komist ekki á tilsettum tíma og finnum lausn á því.  Útskráning er fyrir kl 12:00. Munið að skila lyklum í móttöku.

Morgunmatur

Hægt er að fá morgunmat sé þess óskað. Morgunmaturinn er frá kl 8.00-10.00 eða eftir samkomulagi.

\

Baðhús

Á Mjóeyri er einnig baðhús. Aðgangur að Baðhúsinu er enginn fyrir þá sem gista á Mjóeyri. Þar er að finna heitan pott í bát, sauna, sturtur og klósett. Í baðhúsinu er einnig þvottaaðstaða fyrir gesti.

N

Skíðapassar

Yfir vetrartímann er hægt að kaupa skíðapassa á Mjóeyri fyrir hið frábæra skíðasvæði Oddsskarð sem staðsett er aðeins 10 mínútum frá Mjóeyri.

Hópabókanir

Gerum tilboð fyrir hópa sem eru fleiri en 10 bæði fyrir gistingu og mat.

L

Önnur þjónusta

Starfsfólk okkar tekur vel á móti ykkur og ef þið hafið frekari spurningar ekki hika við að hafa samband.  Nudd, leiðsögn og nestispakkar eru meðal þeirra þjónustu sem við getum boðið uppá aukalega sé þess óskað.

Fylgdu okkur á

Samfélagsmiðlum

Slakaðu á og njóttu!

Heita pottur og baðhús

Á Mjóeyri er einnig baðhús. Aðgangur að Baðhúsinu er enginn fyrir þá sem gista á Mjóeyri. Þar er að finna heitan pott í bát, sauna, sturtur og klósett. Í baðhúsinu er einnig þvottaaðstaða fyrir gesti. Ef þú ert ekki gestur á Mjóeyri en vilt fá aðgang að aðstöðunni, vinsamlegast hafðu samband við okkur. 

Einkunnir

Sjáðu umsagnir okkar

  • Staðsetning 90% 90%
  • Hreinleiki 90% 90%
  • Þjónusta 90% 90%
  • Verðgildi 90% 90%

The essence of Iceland

These cottages are so nicely set up in the fiord background that it seems a Photoshop edit. Inside they are warm and comfortable (but you cannot bring the luggage upstairs).
Breakfast is nice and you have to spend some time in the outside hot pool looking at the scenery.

What an amazing weekend!

Although we had a misunderstanding and received a room instead of a cabin this was an amazing stay! Not only were we able to do laundry without paying an extra fee but also cooked in the guest houses private kitchen because we had a holiday.breakfast is small and nice but the lady who owns the place is really really sweet!! 🙂 deff a nice break from campsites and a lovely way to spend the weekend

Heaven is a place on earth

It was a wonderful surprise to find such a beautiful place in the middle of nowhere. The landscape is magnificent, between the sea and the mountains. The red cottages are very well equipped and organized. If you want, you can use the sauna and the amazing hot tub under the sky at any time you like. The very typical restaurant nearby served the best food we had in Iceland. There was also a very friendly dog called Stella.

New cottages are perfect!

We stayed in one of the new cottages nearest to the road and it was perfect! Clean, comfertable, good beds, nice room. We even met the house-fox who played with the owners dog. View in the fjord is beautifull onlyvie to the village is industril so for us a little less. There is a maintenence building with a washingmachine dryer and sauna, Also a hottub.

STAÐSETNING

Eskifjörður

Eskifjörður er lítið, heillandi sjávarþorp, staðsett á miðjum Austfjörðum. Íbúar eru um 1100 manns. Hólmatindur, 985 m, situr tignalega yfir þorpinu en hægt er að ganga á tindinn. Sú gönguleið er krefjandi, en útsýnið á toppnum er vel þess virði.

Í þorpinu er öll helsta þjónusta, svo sem kaffihús, heilbrigðisþjónusta, veitingastaðir og matvöruverslun.

Meðal vinsælustu staði þorpsins má nefna sjómannasafnið, sem er staðsett í gömlu verslunarhúsi, reist árið 1816 og Helgustaðanáma, sem er þekktasta náma sinnar tegundar í heiminum. Silfurberg var unnið þar fram á 20. öld og er náman nú friðlýst. Aðrar afþreyingar má má nefna golfvöllinn, söfn, sundlaugin og skíðasvæðið í bænum. Á svæðinu eru margvíslegar gönguleiðir fyrir útivistarunnendur.

Fyrir allar helstu upplýsingar um Eskifjörð og nágrenni, mælum við með að skoða vefsíðu Eskifjarðar.

p

Eskifjörður

Sjávarþorp með 1100 íbúum

Staðsetning

50 km frá Egilsstöðum / 296 km frá Akureyri

Landslag

Frá Mjóeyri er stórkostlegt útsýni út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind.

Aðstaða

Eskifjörður er sannkölluð útivistarparadís fyrir alla fjölskylduna og þaðan er stutt í ýmsa afþreyingu.

Title Address Description
Mjóeyri, Eskifjorður, Iceland

Segðu hæ!

Hafa samband

Netfang

mjoeyri@mjoeyri.is

Sími

477 1247 / 696 0809

Heimilisfang

Strandgötu 120, 735 Eskifjörður

Ferðaþjónustan Mjóeyri er ferðaþjónustufyrirtæki á sviði gistingar, afþreyingar og veitingar.
Við höfum verið aðilar að verkefninu ,,Ábyrg ferðaþjónusta” með Íslenska Ferðaklasanum frá upphafi.
Við höfum kappkostað okkur að hafa jákvæð áhrif á okkar nærsamfélag, sett okkur umhverfismarkmið sem stuðlar að því að minnka umhverfisáhrif sem starfsemi okkar kann að hafa og má í því samhengi nefna að við fengum umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar árið 2018 og viðurkenninguna ,,Framúrskarandi ferðaþjónustubær" frá Hey Iceland árið 2015. Við höfum einnig sett okkur öryggisáætlun og reynt að koma fram við okkar gesti og starfsfólk að heilindum.
Við erum einnig aðilar að Hey Iceland og SAF og fylgjum þeirra stefnum.
Hér má sjá umhverfisstefnu Mjóeyrar.

Kennitala: 680502-2930
VSK: 80936

Upplýsingar

Mjóeyri ehf

Strandgata 120
735 Eskifjörður

mjoeyri@mjoeyri.is
+354 4771247 / +354 6960809