UPPLIFANIR

Afþreying á Mjóeyri

Afþreying

Leiðsögn

Leiðsögn

Hreindýraleiðsögn

Mjóeyri er frábær staður til að gista á fyrir hreindýraveiðimenn. Sævar Guðjónsson er með reyndari hreindýraleiðsögumönnum og þekkir svæðið mjög vel.  Við bjóðum uppá alhliða lausnir fyrir hreindýraveiðimenn. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Leiðsögn

Svæðisleiðsögn

Við erum mjög stolt af okkar landsvæði og þekkjum það mjög vel. Sævar Guðjónsson er reyndur svæðisleiðsögumaður og við bjóðum upp á leiðsögn um allt Austurland hvort sem er söguferðir, gönguferðir, hvataferðir eða óvissuferðir. Gerpissvæðið er okkar sérgrein. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Leiðsögn

Sérferðir

Við höfum mikla þekkingu á Austurlandi og getum aðstoðað einstaklinga og hópa við að skipuleggja gönguferðir á svæðinu. Í nágrenni Eskifjarðar og Mjóeyrar má finna margar skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi. Mjóeyri er líka fræbær staður til að hefja og ljúka gönguferð.

Custom tours are ideal if you have any special requirements.

Contact Mjóeyri for further information and bookings.

Afþreying

Gönguferðir

Við hjá Mjóeyri þekkjum Austurland út og inn. Við skipuleggjum og hjálpum einstaklingum eða hópum að skipuleggja gönguleiðangur um allt svæðið. Svæðið umhverfis Eskifjörð og Mjóeyri hefur margvíslegar göngu- og göngustíga sem hentar göngufólki af öllum getstigum.

Það er enginn staður betri til að byrja og klára góða göngu þar sem aðstaða okkar á Mjoeyri.

SÍÐASTA VIKAN Í JÚNÍ

Gönguvika

Göngu- og gleðivikan „Á fætur í Fjarðabyggð“ er alltaf síðustu heilu vikuna í júní, frá laugardegi til laugardags. Vikan samstendur af fjölda viðburða á þessum átta dögum; alla dagana eru í boði langar göngur fyrir garpana, stuttar fjölskyldugöngur og kvöldvökur eru fastur liður í dagskránni. Að gönguvikunni standa Ferðaþjónustan Mjóeyri á Eskifirði, Ferðafélag Fjarðamanna og sveitarfélagið Fjarðabyggð. Auk annarra aðila s.s. Göngufélag Suðurfjarða, Náttúrustofa Austurland, Menningarráð Austurlands og fleiri.

Gönguvikan var fyrst haldin árið 2008 og fjöldi þátttakenda hefur farið heldur vaxandi ár frá ári og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Boðið er upp á tvær mismunandi göngur alla daga vikunnar. Á virku dögunum er gengið á fjöll í byrjun dags og seinnipartsgangan er rólegri ganga oft með sögulegu ívafi þar sem allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í. Um helgarnar eru fyrriparts göngurnar oft lengri.

Veglegar kvöldvökur og náttúruskóli fyrir börn

Í boði er náttúru- og leikjanámskeið fyrir börnin sem Ferðaþjónustan Mjóeyri og Náttúrustofa Austurlands hafa umsjón með.
Þeir sem kaupa sérstaka stimpilbók og fara á topp allra fjallanna fimm fá sérstaka viðurkenningu sem ,,Fjallagarpur Fjarðabyggðar“ en börn yngri en börn yngri en 15ára þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina. Börn 12 ára og yngri geta hlotið nafnbótina ,,Göngugarpur Gönguvikunnar“ með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum. Veglegar  kvöldvökur eru á  kvöldin í lok fjölskylduganganna fyrir þátttakendur.

Hægt er að taka þátt í einstökum dagskrárliðum gegn gjaldi eða kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang að öllum viðburðum vikunnar. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára en skilyrði að þau séu í fylgd með fullorðnum.

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að lesa allt um göngu og gleðivikuna:

Gönguvika 2023

SUMARLEYFISFERÐIR júlí 2023

Gerpissvæðið

Gengið um Gerpissvæðið sem er á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, hugaverðir staðir skoðaðir. Trússferð og gist í svefnpokaplássi í 5 nætur.

Hvenær er farið?

9. – 15. júlí 2023

Hvað kostar ferðin?

Verð miðað við
10-15 manns er 120 þús. 110 þús. fyrir félaga FÍ
15-25 manns er 110 þús. 100 þús. fyrir félaga FÍ
26-35 manns er 100 þús. 90 þús. fyrir félaga FÍ
Ekki er gistipláss í skálanum í Vöðlavík nema fyrir c.a 30 manns.
Lámarksfjöldi í ferðina er 12 manns.

Z

Innifalið í verði

Allur matur, kokkur, trúss, leiðsögn og svefnpokagisting alla dagana.
Bátsferð með fólk til og frá Barðsnesi.

svæðisleiðsögumaður

Sævar Guðjónsson
Gsm: 698-6980
Email: mjoeyri@mjoeyri.is / www.mjoeyri.is

1. dagur 9. Júlí

Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð. Farið með bíla að Karlsskála við utanverðan Reyðarfjörð þar sem gönguferðin endar.(c.a 45mín fram og til baka).
(Boðið uppá hópatilboð á Randulffs_sjóhúsi ekki innifalið í verði ferðarinnar.Gott að hittast þar kl 20.00)
Gist í svefnpokaplássi á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri.

 

2. dagur 10. júlí

Farið á einkabílum að Grænanesi í Norðfirði og gengið þaðan yfir Götuhjalla, fyrir Hellisfjörð til Viðfjarðar.17-18km.
Trússarar flytja farangur frá Mjóeyri til Viðfjarðar.
Gist í svefnpokaplássi í Viðfjarðarhúsinu.

3. dagur 11. júlí

Farið með bát frá Viðfirði út á Barðsnes og tekið land þar.
Gengið frá Barðsnesi og þaðan út á Barðsneshorn. Steingervingar í fjörunni á sunnanverðu nesinu skoðaðir Rauðubjörg og fl. c.a 15 km dagur
Báturinn tekinn til baka frá Barðsnesi inn í Viðfjörð.(Garpar geta gengið/hlaupið í Viðfj. 7km)
Gist í Viðfirði.

4. dagur 12. júlí

Gengið frá Viðfirði um Nónskarð,Sandvík og Gerpisskarð til Vöðlavíkur. 20 km. (Til vara yrði gengið um Dysjarskarð til Vöðlavíkur 12 km.)
Farangur fluttur frá Viðfirði með jeppum til Vöðlavíkur.
Gist í skála Ferðafélags fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík.

5. dagur 14. júlí

Gengið frá Vöðlavík fyrir Krossanes og að Karlsskála. Hægt að ganga að flaki Henkel 111 þýskrar flugvélar sem er sunnan í Sauðatindi.17-18km.
Farangur fluttur með bílum frá Vöðlavík til Mjóeyrar.
Bílar sóttir að Grænanesi.
Veisla og lokakvöldvaka á Randulffs-sjóhúsi
Gist í svefnpokaplássi á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri.

6. dagur 15.júlí

Heimferð

Afþreying

Afþreying á Eskifirði

Afþreying

Norðurljós

Ísland er þekkt fyrir norðurljósin. Á veturna er kjörið að fara í rómantískar stjörnuferðir og norðurljósaferðir.

Mjóeyri er staðsett rétt fyrir utan þorpið Eskifjörð, rétt nægilega langt frá til að ljósin í bænum raski ekki norðurljósunum.

Afþreying

Fuglaskoðun

Á og við Mjóeyri finnur þú fjölbreytt fuglalíf. Á vorin fyllist Eskifjörðurinn af fuglalífi. Mjoeyri er því kjörinn staður fyrir fuglaskoðun og náttúruunnendur.
Afþreying

Hellaskoðun

Í aðeins 7 km fjarlægð frá Mjóeyri er 70-80 m djúpur hellir sem skemmtilegt er að kanna.

Við getum ráðlagt ferðalöngum varðandi göngustíga og leiðir þar sem hægt er að finna fleiri hella á svæðinu, sumir þeirra nánast alveg órannsakaðir.

Afþreying

Golf

Það eru tveir golfvellir í nágrenni við Mjóyri. Á Eskifirði er 9 holu völlur, sem er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð frá Mjoeyri.

Á Norðfirði er líka 9 holu völlur, hann er í 25 mínútna akstursfjarlægð frá Mjoeyri.

Afþreying

Golf í Reyðarfirði

Reyðarfjörður er 15 km frá Eskifirði og þar er 9 holu, 70 par golfvöllur. Völlurinn er nýr og raunar enn í smíðum og er mjög auðvelt að komast um hann.
Afþreying

Sundlaugin á Eskifirði

Sundlauginn á Eskifirði samanstendur af útilaug, 2 heitum pottum, gufubaði, 3 mismunandi vatnsrennibrautum og barnasundlaug. Það er frábært útsýni frá sundlauginni út yfir flóann og til fjalla.

Ferðaþjónusta

Mjóeyri

Segðu hæ!

Hafa samband

Netfang

mjoeyri@mjoeyri.is

Sími

477 1247 / 696 0809

Heimilisfang

Strandgötu 120, 735 Eskifjörður

Ferðaþjónustan Mjóeyri er ferðaþjónustufyrirtæki á sviði gistingar, afþreyingar og veitingar.
Við höfum verið aðilar að verkefninu ,,Ábyrg ferðaþjónusta” með Íslenska Ferðaklasanum frá upphafi.
Við höfum kappkostað okkur að hafa jákvæð áhrif á okkar nærsamfélag, sett okkur umhverfismarkmið sem stuðlar að því að minnka umhverfisáhrif sem starfsemi okkar kann að hafa og má í því samhengi nefna að við fengum umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar árið 2018 og viðurkenninguna ,,Framúrskarandi ferðaþjónustubær" frá Hey Iceland árið 2015. Við höfum einnig sett okkur öryggisáætlun og reynt að koma fram við okkar gesti og starfsfólk að heilindum.
Við erum einnig aðilar að Hey Iceland og SAF og fylgjum þeirra stefnum.
Hér má sjá umhverfisstefnu Mjóeyrar.

Kennitala: 680502-2930
VSK: 80936

Upplýsingar

Mjóeyri ehf

Strandgata 120
735 Eskifjörður

mjoeyri@mjoeyri.is
+354 4771247 / +354 6960809