Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Gönguvikan 2017

Göngu og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

 

 

Á fætur í Fjarðabyggð

24.júní-1. júlí 2017Laugardagur 24.júní


Kl. 10:00.

1.Göngu og bátsferð á Barðsneshorn og Sandfell  577m  skór skór+ skór

2 mismunandi útfærslur.

Mæting við Safnahúsið(rautt hús) í Miðbæ Neskaupstaðar þaðan sem bátur flytur fólk að Barðsnesi.

 1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes. Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson.
 2. Styttri söguganga á Barðsnesi með viðkomu í Skollaskarði á Vatnshól og við Rauðubjörg. Fararstjóri Sigurborg Hákonardóttir.

Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð kr. 5.000 (bátsferð innifalin í verðinu).

 

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, 698 6980 eða email address has been masked , fyrir kl. 12.00 föstudaginn 23. júní.

 
( Aðrar ferðir þarf ekki að skrá sig fyrir )

 

Kl. 21:00

Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði
Víkingakonan Guðríður Þorbjarnardóttir víðförla (leikin af Þórunni Clausen) mætir á svæðið og segir ferðasögu sína.

Verð kr. 1.000.

 

Sunnudagur 25.júní

 

Kl. 9:00

2. Gönguferð Viðfjörður – Sandvík – Vöðlavík  skór skór skór skór

Mæting kl 9:00 við Mjóeyri þar sem sameinast er í bíla. Ganga hefst kl 10:00 frá Viðfjarðarbænum.  Gengið um Sandvíkurskarð (520m) til Sandvíkur og áfram um Gerpisskarð (680m) til Vöðlavíkur. Fólk sótt til Vöðlavíkur og bílar sóttir í Viðfjörð. Ca 20km.

Mjög krefjandi ganga fyrir göngugarpa.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698-6980.

Verð krónur 3.000.-

 

 

Kl. 15:00
3. Fjöruferð í Vöðlavík  skór

Mæting við Karlsstaði, skála Ferðafélags Fjarðamanna í Vöðlavík. (4x4)

Ekið frá skálanum og út að Vöðlum þaðan sem gengið er út á Landsenda. Minjar um útræði frá Vöðla höfn o.fl. skoðað.

Fararstjóri: Gísli Guðjónsson, 8437974.

Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna.

 


Kl 17:00

Strandpartý á sandinum í Vöðlavík.(4x4)

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri og Ferðafélags Fjarðamanna.

Mæting við bergganginn Refshala utan við eyðibýlið Vöðla á norðanverðum sandinum.

Varðeldur, sandkastalasmíði, leikir og lifandi tólist.

Grillveisla í boði Landsbankans

 

Kl. 21:00

Minningarkvöldvaka um Andy Dennis á Randulffs-sjóhúsi

Í boði Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri. Myndasýning, sögur, tónlist og léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis

 

 

Mánudagur 26.júní

 

Kl. 10:00.

4. Gengið á Hólmatind 985m (eitt af fjöllunum fimm)  skór skór skór

Mæting við Sómastaði í Reyðarfirði
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson,
864 7694.
Verð kr. 2.000 fyrir fullorðna.

 

Kl. 18:00
5. Fjölskylduganga upp með Njörvadalsá   skór

Mæting Reyðarfirði, á planinu við gatnamótin til Fáskrúðsfjarðar (þar sem upplýsingarskiltið er)

Gengið inn með ánni, fossar, fallegar bergmyndanir og grashvammar skoðaðir.

Fararstjóri Þóroddur Helgason, 8608331.

Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna

 

Kl. 20.00

Kvöldvaka í golfskálanum á Reyðarfirði.

Lifandi tónlist með þeim Andra Bergmanni og Seljan systrum.

Veitingar í boði Egersund Ísland

 

 

 

Þriðjudagur 27.júní

 

Kl. 10:00

6. Gengið á Goðaborg 1132m (eitt af fjöllunum fimm)  skór skór skór

Mæting við Tandrastaði, innan við Naumamel, í Fannardal Norðfirði

Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 2.000.

 

Kl. 17:30
7. Staðarháls  skór

Mæting við brúna inn í Seldal í Norðfirði
Gengið um Hólagötur og upp í hálsinn að sunnanverðu yfir hann og niður að norðanverðu. M.a skoðað Hálshús, Melshorn, Réttarhvammur og svo genið aftur að brúnni.
Fararstjóri Þórður Júlíusson, 8918036.
Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna.

 

Kl. 20:30

Kvöldvaka í Beituskúrnum á Norðfirði.

Í umsjá Ferðafélags fjarðamanna.

Veitingar í boði Síldarvinnslunnar

 

Miðvikudagur 28.júní

 

Kl. 10:00

8. Gengið á Hádegisfjall 809m (eitt af fjöllunum fimm)   skór skór skór

Mæting á bílastæðið við gangnamunnann, Reyðarfjarðarmegin

Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 2.000.

 

Kl. 18:00

9. Gengið að Halakletti.  skór skór

Mæting við Kolfreyjustað í norðanverðum Fáskrúðsfirði.

Gengið frá Kolfreyjustað um Staðarheiði að Halakletti.

Fararstjóri: Eyþór Friðbergsson, 8652327.

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 20.00

Kvöldvaka í Norðurljósa húsi Íslands og Franska safninu á Fáskrúðsfirði.

Kvöldvaka og veitingar í umsjá Göngufélags suðurfjarða.

Verð kr.1.000

 

 

 

Fimmtudagur 29.júní

 

Kl. 10:00

10. Gengið á Kistufell 1239m (eitt af fjöllunum fimm).  skór skór skór skór

Mæting við Áreyjar í Reyðarfirði

Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 2.000.

Kl. 17.30
11. Fjölskylduganga að Einbúa í Stöðvarfirði  skór

Mæting við bæinn Stöð.

Gengið inn Jafnadal að Einbúanum, hægt að ganga að steinboganum í Álftafjalli.

Fararstjóri Solveig Friðriksdóttir, 8658184.

Verð kr. 1.000.

 

 

Kl. 20:30

Kvöldvaka og grillveisla í Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði

Steinasafnið skoðað og fl. skemmtilegt.

Grillveisla í boði Óseyrar.

 

 

 

 

 

Föstudagur 30.júní

 

Kl. 10:00

12. Gengið  á Svartafjall 1021m  (eitt af fjöllunum fimm)   skór skór

Mæting á gamla Oddsskarðsveginn Eskifjarðarmegin

Hátíðleg stund í lokin, þar sem verið er að klára fjöllin fimm.

Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 8647694.

Verð kr. 2.000.

 

Kl. 14:00

13.Gengið á Harðskafa (650m)     skór skór skór

Mæting við kirkju- og menningarmiðstöðina á Eskifirði

Gengið frá Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði upp með Bleiksá upp í Ófeigsdal og þaðan inn Harðskafa inn í Þverárdal. Fetað í fótspor Erlends úr bókinni Harðskafi eftir Arnald Indriðason.
Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson, 6986980.
Verð kr. 1000.-

 

 

Kl. 20:00

Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri við Eskifjörð.
Lifandi tónlist, varðeldur, fjársjóðsleit og fleira skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri.
Aðgangur ókeypis.

 

 

   

Laugardagur 1. júlí

 

Kl. 10:00

14.Gönguferð að flugvélaflaki á  Valahjalla     skór skór skór

Mæting innan við bæinn Karlsskála við norðan verðan Reyðarfjörð. Þeir sem vilja sameinast í bíla, mæting á Mjóeyri kl 9:30.  Gengið frá Karlsskála um Karlsstaðaskriður upp á Valahjalla (350m) þar sem flugvélaflak þýskrar Henkel 111, orustuflugvélar, verður skoðað. 

Leiðsögumaður: Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð.kr.3.000

 

 

 

Kl. 20:00

Lokakvöldvaka á Mjóeyri pirate

Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veittar viðurkenningar Gönguvikunnar og fleira.

Grillveisla í boði Eskju.

Aðgangur ókeypis.

 

Kl. 22.00 – 01.00
Sjóhúspartí á Randulffs sjóhúsi.  háhælaðir  háhælaðir

Andri Bergmann Þórhallsson sér um fjörið.

18 ára aldurstakmark.

Aðgangur kr. 1.000

 

 

 

Allar gönguferðirnar eru tölusettar og á kortinu hér að aftan er upphafsstaður ferðanna merktur ásamt helstu stöðum er tengjast gönguvikunni.

 

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar

Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Tanna travel á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar. Kortið kostar 15.000 kr.

 

Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum.

Neskaupstaður: Fjarðasport, Nesbær og Hótel Edda

Eskifjörður: Randulffs-sjóhús, Shell skálinn og Ferðaþjónustan Mjóeyri.

Reyðarfjörður: Söluskáli Olís, Veiðiflugan og Íslandspóstur.

Stöðvarfjörður: Brekkan

Mjóifjörður: Sólbrekka

Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð ferðamanna 

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar í fimm fjalla leiknum.Fjallagarpur gönguvikunnar:
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjal er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu og gleðivikunnar, fyrir afrekið. Unglingar, fimmtán ára og yngri fá einnig viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.Gönguvikufjöllin fimm eru:
Hólmatindur 985 m, Goðaborg í Fannardal 1132 m, Hádegisfjall 809 m,Kistufell 1239 m, Svartafjall 1021 m.

 

Sundlaugar í Fjarðabyggð:

Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu.  Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð.  Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, á laugardögum frá

13:00-17:00 og á sunnudögum frá 13:00-18:00.hiking iceland eskifjordur mjoeyri hiking iceland eskifjordur mjoeyri gönguvika

 

 

24m2 hús

24m2 húsin voru byggð 2014 og eru með frábært útsýni yfir fjörðinn.
Niðri eru tvö 90cm rúm og sófi sem hægt er að breyta í tvöfalt rúm, einnig er eldhús og baðherbergi með sturtu.
Uppi er svefnloft með dýnum.
Internetaðgangur, sjónvarp og útvarp með geislaspilara.

cottage eskifjordur iceland house 1

cottage eskifjordur iceland house 2

 

cottage eskifjordur iceland house 3

cottage eskifjordur iceland house 4

cottage eskifjordur iceland house 4

 

cottage eskifjordur iceland house 5

cottage eskifjordur iceland house 6

 

cottage eskifjordur iceland house 7

cottage eskifjordur iceland house 8

mjoeyri travel service iceland eskifjordur east 37

mjoeyri travel service iceland eskifjordur east paragliding 4

Smelltu hér til að sjá 39m2 húsin

Rómantísk helgi

Rómantísk helgi á Mjóeyri

14.-16.nóvember

 

Föstudagurinn 14.nóvember
Bílabíó á Mjóeyri Kl 18:00 og 20:00 ,,Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum“. Aðgangseyrir 500kr og 10.bekkur grunnskólans sér um sölu á poppi og fleiru góðgæti.
Pöbbastemming á Randulffs-sjóhúsi með Andra Bergmann frá kl 22-01
-ýmis tilboð á barnum og ,,Randulffs“ Rabbabara mojito.
Laugardagurinn 15.nóvember
Rómantískur 4ra rétta kvöldverður á Randulffs-sjóhúsi. Kokkarnir Sigurður Daði, kennari við kokka og veitingaskólann og Steinunn Diljá frá veitingastaðnum Satt, sjá um veitingar úr austfirsku eðal hráefni. Hjónin Dilly og Guðjón sjá um lifandi tónlist á meðan borðhaldi stendur. Verð 7500kr.  Borðabókanir í síma 4771247

Villibráðarsúpa

Hreindýr í þremur útfærslum, pate, rekt og tartar

Stökkur saltfiskur í bjórdeigi

Borið fram með sýrðum perlulauk og aioli

Brasseraður lambahryggur „ballontine“

Steinseljurót, gljáðar gulrætur, bernaise sósa

Súkkulaðimús „valrhona“
Vanilluís og appelsínu froða

 

Sunnudagurinn 16.nóvember
Kærleiksganga frá Mjóeyri að Randulffssjóhúsi. Mæting kl 17:00 á Mjóeyri. íbúar hvattir til að mæta með ljósker sem sleppt verða í upphafi göngu, og vasaljós eða kyndla til að ganga með. Einnig eru allir hvattir til að klæðast rauðu til að minna á kærleika. 
ATH Hægt er að kaupa ljósker í Snyrtistofunni Prýði (efri hæð Samkaups)
Í Randulffssjóhúsi verður m.a. ljóðaupplestur, ýmis söngatriði, turtildúfur bæjarins árið 2014 fá viðurkenningu og sýnd verður heimildarmynd um Eskifjörð sem gerð var 1974 í tilefni af 11.aldar afmæli Íslands. Veislustjóri verður María Hjálmarsdóttir
Þá verður skíðadeildin með sölu á dýrindis kjöt- og kakósúpu. Súpan verður seld á 1200kr með ábót og 500kr fyrir börn.  Ath. ekki posi á staðnum
J

       

Tilboð:
Gisting í húsi á Mjóeyri með morgunverðahlaðborði, aðgang að sauna og heitum potti og rómantískur kvöldverður á Randulffs 15.100kr á mann eða 12.100kr á mann í herbergi.  Auka nótt aðeins 3500kr á manninn
.

 

i agust. Vinnutiminn ...

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar