Afþreying
Leiðsögn
Leiðsögn
Hreindýraleiðsögn
Mjóeyri er frábær staður til að gista á fyrir hreindýraveiðimenn. Sævar Guðjónsson er með reyndari hreindýraleiðsögumönnum og þekkir svæðið mjög vel. Við bjóðum uppá alhliða lausnir fyrir hreindýraveiðimenn. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.
Leiðsögn
Svæðisleiðsögn
Við erum mjög stolt af okkar landsvæði og þekkjum það mjög vel. Sævar Guðjónsson er reyndur svæðisleiðsögumaður og við bjóðum upp á leiðsögn um allt Austurland hvort sem er söguferðir, gönguferðir, hvataferðir eða óvissuferðir. Gerpissvæðið er okkar sérgrein. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.
Leiðsögn
Sérferðir
We are happy to put together a custom tour or guide service, suitable for your needs. We have organized historical tours, hiking tours, pep tours for companies and groups, aimed at boosting morale and teamwork and mystery tours.
Custom tours are ideal if you have any special requirements.
Contact Mjóeyri for further information and bookings.
Contact us to learn more about personalized tours, and explore our Guide to East Iceland for tips on the best activities and attractions to enjoy during your stay at Mjóeyri Cottages.
Afþreying
Gönguferðir
Það er enginn staður betri til að byrja og klára góða göngu þar sem aðstaða okkar á Mjoeyri.
SÍÐASTA VIKAN Í JÚNÍ
GÖNGUVIKA
Göngu- og gleðivikan „Á fætur í Fjarðabyggð“ er alltaf síðustu heilu vikuna í júní, frá laugardegi til laugardags. Vikan samstendur af fjölda viðburða á þessum átta dögum; alla dagana eru í boði langar göngur fyrir garpana, stuttar fjölskyldugöngur og kvöldvökur eru fastur liður í dagskránni. Að gönguvikunni standa Ferðaþjónustan Mjóeyri á Eskifirði, Ferðafélag Fjarðamanna og sveitarfélagið Fjarðabyggð. Auk annarra aðila s.s. Göngufélag Suðurfjarða, Náttúrustofa Austurland, Menningarráð Austurlands og fleiri.
Gönguvikan var fyrst haldin árið 2008 og fjöldi þátttakenda hefur farið heldur vaxandi ár frá ári og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Boðið er upp á tvær mismunandi göngur alla daga vikunnar. Á virku dögunum er gengið á fjöll í byrjun dags og seinnipartsgangan er rólegri ganga oft með sögulegu ívafi þar sem allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í. Um helgarnar eru fyrriparts göngurnar oft lengri.
Veglegar kvöldvökur og náttúruskóli fyrir börn
Í boði er náttúru- og leikjanámskeið fyrir börnin sem Ferðaþjónustan Mjóeyri og Náttúrustofa Austurlands hafa umsjón með.
Þeir sem kaupa sérstaka stimpilbók og fara á topp allra fjallanna fimm fá sérstaka viðurkenningu sem ,,Fjallagarpur Fjarðabyggðar“ en börn yngri en börn yngri en 15ára þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina. Börn 12 ára og yngri geta hlotið nafnbótina ,,Göngugarpur Gönguvikunnar“ með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum. Veglegar kvöldvökur eru á kvöldin í lok fjölskylduganganna fyrir þátttakendur.
Hægt er að taka þátt í einstökum dagskrárliðum gegn gjaldi eða kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang að öllum viðburðum vikunnar. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára en skilyrði að þau séu í fylgd með fullorðnum.
Afþreying
Afþreying á Eskifirði
Afþreying
Norðurljós
Mjóeyri er staðsett rétt fyrir utan þorpið Eskifjörð, rétt nægilega langt frá til að ljósin í bænum raski ekki norðurljósunum.
Afþreying
Fuglaskoðun
Afþreying
Hellaskoðun
Við getum ráðlagt ferðalöngum varðandi göngustíga og leiðir þar sem hægt er að finna fleiri hella á svæðinu, sumir þeirra nánast alveg órannsakaðir.
Afþreying
Golf
Á Norðfirði er líka 9 holu völlur, hann er í 25 mínútna akstursfjarlægð frá Mjoeyri.
Afþreying
Golf í Reyðarfirði
Afþreying
Sundlaugin á Eskifirði
Ferðaþjónusta
Mjóeyri
Skíðapakkar 2026
Ferðaþjónustan Mjóeyri ,,við rætur Austfirsku Alpanna“ býður í vetur frábæra skíðapakka.
Við bjóðum aðgang að einu allra besta skíðasvæði Íslands í Oddsskarði. Pakkarnir eru sniðnir að mismunandi þörfum hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa og henta jafnt fyrir brekkuskíði, fjallaskíði, bretti og gönguskíði. Þá bjóðum við leiðsögn um fjöll og eyðifirði fyrir sleðamenn. Á Mjóeyri er góð aðstaða fyrir umhirðu skíða og bretta og þar er einnig heitur pottur og sauna.
Austurlands í Oddsskarði liggur á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Oddsskarð er talið eitt fjölbreyttasta skíðasvæði landsins og er viðurkennt til alþjóðlegs mótahalds. Þar eru þrjár toglyftur og svokölluð topplyfta sem endar 840 metrum yfir sjávarmáli. Oddsskarð eða Austfirsku Alparnir eins og það er oft kallað, státar af ægifögru útsýni yfir Reyðarfjörð, Norðfjörð og Gerpissvæðið. Brekkurnar eru troðnar daglega og í skíðaskálanum er veitingasala og skíðaleiga. Skíðaleigan bíður upp á mjög gott úrval af skíðum og brettum í öllum stærðum og allan annan búnað sem því tilheyrir. Þú þarft ekki að eyða miklu til að lifa hátt og njóta lífsins í Austfirsku Ölpunum.
GET IN TOUCH
Contact us
Netfang
Sími
Heimilisfang
VSK: 80936
Gagnlegir tenglar
Upplýsingar
Mjóeyri ehf
Strandgata 120 735 Eskifjörður
mjoeyri@mjoeyri.is +354 4771247 / +354 6960809