Hreindýraleiðsögn
Mjóeyrin er tilvalin sem bækistöð fyrir hreindýraskyttur.
Hvort heldur sem menn vilja veiða með riffli eða myndavél.
Við bjóðum upp á hreindýraleiðsögn ásamt bíl með bílstjóra, aðstöðu fyrir verkun og kælingu og úrbeiningu kjötiðnaðarmans, sé þess óskað. Þannig geta veiðimenn fengið kjötið sent til síns heima tilbúið í neytendaumbúðum.
Fátt er betra en að láta líða úr sér í heita pottinum eða saunanu á Mjóeyri eftir veiðiferð.
Sævar Guðjónsson hreindýraleiðsögumaður býr á Mjóeyri.