Gisting

Gistimöguleikar á Mjóeyri

Mjóeyrin að vetri til
Norðurljós yfir Mjóeyrinni
Mjóeyrin um kvöld
Norðurljós yfir Mjóeyrinni
Gistihús á Mjóeyri
mjoeyri travel service iceland eskifjordur east paragliding 4

Á Mjóeyrinni bjóðum við upp á tvenns konar gistingu, bæði í gistiheimilnu okkar sem og í frístandandi smáhýsum fyrir þá sem vilja vera örlítið meira útaf fyrir sig.

Húsin standa öll á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýliskjarnann á Eskifirði, og bjóða uppá ótrúlega kyrrð og ógleymanlegt útsýni yfir fjörðinn og fjöllin.

Mjóeyrin er tilvalin bækistöð fyrir frekari ferðalög um austfirði og austurland, auk þess sem nánasta nágrenni býður uppá ótalmarga spennandi möguleika fyrir ferða- og útivistarfólk. Við í Ferðaþjónustunni á Mjóeyri sérhæfum okkur einnig í skipulögðum ferðum um svæðið.

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að Mjóeyrin er mjög góður valkostur fyrir hreindýraskyttur, enda liggur svæðið einkar vel við hreindýralendum auk þess sem hreindýraleiðsögumaður er starfandi hjá okkur.

Verðskrána okkar getur þú skoðað með því að smella hér.