Veiðiferðir

Í nágrenni Mjóeyrar eru að finna mikla náttúrufegurð, veðursæld og hentugt landsvæði til ýmissa veiða. Við bjóðum upp á veiði- og útsýnisferðir á sjó og landi.

Á sumrin bjóðum við upp á hreindýraleiðsögn, ásamt bíl með bílstjóra, aðstöðu fyrir verkun og kælingu, úrbeining þannig að veiðimenn geta fengið kjötið sent til síns heima tilbúið í neytendaumbúðum. Auk þess er gistiskálinn okkar sérstaklega hugsaður með þarfir veiðimanna í huga.

Frá Mjóeyri er stutt á fiskimið og á svartfuglaveiðar. Þegar í land er komið bjóðum við gestum okkar að grilla og njóta aflans við Gistiheimilið á Mjóeyri.

Við getum útvegað veiðileyfi í nærliggjandi ár svo sem Eskifjarðará ,Noðrfjarðará og Reyðafjarðará. Í þessum ám er töluverð silungsveiði svo og í Víkurvatni.

Við bjóðum upp á alla þjónustu fyrir rjúpnaveiðimenn. Fræbærar veiðilendur eru á svæðinu bæði í kjarri og upp ti fjalla. 
Boðið er upp á að sækja veiðimenn á Egilsstaðar flugvöll og spara þannig ferðatíma. Sé þess óskað getur leiðsögumaður einnig boðið upp á öflugan jeppa til að komast á veiðislóð. 

Sævar Guðjónsson er svæðisleiðsögumaður, mjög reyndur í skotveiði, þekkir aðstæður og veiðilendur á Austurlandi mjög vel og kemur sjaldnast tómhentur heim.

Ath. einnig er hægt að vera með blandaða veiðiferð þ.e. rjúpnaveiði, svartfugla- og refaveiði.

Frekari upplýsingar um verð og lausa daga má fá með því að senda tölvupóst á email address has been masked eða í síma 6986980.

Heitur pottur og sauna eru svo í boði fyrir þreytta veiðimenn!