Náttúruskoðun

Náttúruskoðun frá Mjóeyri
Náttúruskoðun frá Mjóeyri
Náttúruskoðun frá Mjóeyri

Við hjá Mjóeyri bjóðum upp á náttúruskoðun af ýmsu tagi og teljum okkur vera með góða þekkingu hvað það varðar, auk þess sem staðsetning okkar er mjög hentug.

Héðan er stutt í fjölbreytta og óspillta náttúru.Fjaran er hér allt í kring og stutt er til fjalla. Lækir og tjarnir í nágrenninu búa yfir töfraheimi auk þess sem gróðurinn er mjög fjölbreyttur.

Þrjú friðlýst svæði eru í Fjarðabyggð, öll með sína sérstöðu. Fólkvangur í Neskaupstað, Friðland og fólkvangur í Hólmanesi við Eskifjörð og Helgustaðarnáma í Helgustaðarhrepp.