Fuglaskoðun

Lundi
bjarg
falki

Á og við Mjóeyri er mikið og fjölskrúðugt fuglalíf. Á vorin eru leirurnar í botni Eskifjarðar fullar af fuglalífi. Á Gerpissvæðinu verpir stór hluti íslenski fuglaflórunnar og þar er víða hægt að fylgjast með fuglum í sínu náttúrulega umhverfi. Stutt er í fuglabjörg og lundabyggðir.
Á svæðinu eru einnig bjargdúfubyggðir sem auðvelt er að nálgast. Einnig slæðast hingað margir flækingsfuglar frá Evrópu.