Gönguferðir

ganga
gonguhopur

Við á Mjóeyri þekkjum Austurlandið eins og lófana á okkur, og skipuleggjum og aðstoðum einstaklinga og hópa með gönguferðir um allt Austurland. T.d á Snæfell og inn í Stórurð svo fátt eitt sé nefnt.

Þó er sérstök áhersla lögð á Gerpissvæðið þar sem við teljum okkur á algjörum heimavelli.

Hvergi er betra að byrja og enda góða gönguferð en á Mjóeyri, sem er í okkar huga andyrið að Gerpissvæðinu.

Hafið endilega samband ef fyrirhuguð er ferð, hvort heldur sem er stutt gönguferð eða margra daga krefjandi ganga um svæðið og við aðstoðum ykkur á allan hátt við að gera hana ógleymanlega.