Ferðir

Veiðiferðir

Í nágrenni Mjóeyrar eru að finna mikla náttúrufegurð, veðursæld og hentugt landsvæði til ýmissa veiða. Við bjóðum upp á veiði- og útsýnisferðir á sjó og landi.

Á sumrin bjóðum við upp á hreindýraleiðsögn, ásamt bíl með bílstjóra, aðstöðu fyrir verkun og kælingu, úrbeining þannig að veiðimenn geta fengið kjötið sent til síns heima tilbúið í neytendaumbúðum. Auk þess er gistiskálinn okkar sérstaklega hugsaður með þarfir veiðimanna í huga.

Frá Mjóeyri er stutt á fiskimið og á svartfuglaveiðar. Þegar í land er komið bjóðum við gestum okkar að grilla og njóta aflans við Gistiheimilið á Mjóeyri.

Við getum útvegað veiðileyfi í nærliggjandi ár svo sem Eskifjarðará ,Noðrfjarðará og Reyðafjarðará. Í þessum ám er töluverð silungsveiði svo og í Víkurvatni.

Við bjóðum upp á alla þjónustu fyrir rjúpnaveiðimenn. Fræbærar veiðilendur eru á svæðinu bæði í kjarri og upp ti fjalla. 
Boðið er upp á að sækja veiðimenn á Egilsstaðar flugvöll og spara þannig ferðatíma. Sé þess óskað getur leiðsögumaður einnig boðið upp á öflugan jeppa til að komast á veiðislóð. 

Sævar Guðjónsson er svæðisleiðsögumaður, mjög reyndur í skotveiði, þekkir aðstæður og veiðilendur á Austurlandi mjög vel og kemur sjaldnast tómhentur heim.

Ath. einnig er hægt að vera með blandaða veiðiferð þ.e. rjúpnaveiði, svartfugla- og refaveiði.

Frekari upplýsingar um verð og lausa daga má fá með því að senda tölvupóst á email address has been masked eða í síma 6986980.

Heitur pottur og sauna eru svo í boði fyrir þreytta veiðimenn!

 

Gönguferðir

Við á Mjóeyri þekkjum Austurlandið eins og lófana á okkur, og skipuleggjum og aðstoðum einstaklinga og hópa með gönguferðir um allt Austurland. T.d á Snæfell og inn í Stórurð svo fátt eitt sé nefnt.

Þó er sérstök áhersla lögð á Gerpissvæðið þar sem við teljum okkur á algjörum heimavelli.

Hvergi er betra að byrja og enda góða gönguferð en á Mjóeyri, sem er í okkar huga andyrið að Gerpissvæðinu.

Hafið endilega samband ef fyrirhuguð er ferð, hvort heldur sem er stutt gönguferð eða margra daga krefjandi ganga um svæðið og við aðstoðum ykkur á allan hátt við að gera hana ógleymanlega.

 

Hvataferðir

Hvataferðir eru vinsælar ferðir fyrir fyrirtæki og hópa til að efla og styrkja samvinnu einstaklinganna. Þessar ferðir geta verið margvíslegar og bjóðum við upp á fjölbreytt úrval hvataferða til þess að uppfylla óskir hvers og eins.

Hafið samband og við komum með hugmynd fyrir þinn hóp.

Skoðunarferðir

Margir fallegir staðir eru á Austurlandi og í skoðunarferðum okkar eru helstu náttúruperlur svæðisins skoðaðar.

Sjón er sögu ríkari og við vonum að þið komið og njótið náttúrunnar með okkur.

 

Óvissuferðir

Óvissuferðir eru skemmtileg tilbreyting. Leyfið okkur að koma ykkur á óvart!!

 

Söguferðir

Í nágrenni Mjóeyrar er sagan við hvert fótmál. Til dæmis:

-Saga hvalveiða við Austfirði

-Hákarlaveiðar

-Henkel 111 þýsk orustuflugvél ferst í Sauðatindi.

Subcategories