Articles

Skíðafólk - Skíðaævintýri á Eskifirði

Ferðaþjónustan Mjóeyri ,,við rætur Austfirsku Alpanna" í Oddsskarði býður í vetur ævintýraleg skíðaævintýri. 
Við bjóðum aðgang að einu allra besta skíðasvæði Íslands í Oddsskarði, en auk þess snjósleðadrátt upp á fjöll fyrir skíða og brettafólk.
Ævintýrin eru sniðin að mismunandi þörfum hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa t.d yfir helgarferðir, Páska-, eða sólarhringsferðir.
Ævintýrin okkar henta jafnt fyrir brekkuskíði sem gönguskíði. Þá bjóðum við leiðsögn um fjöll og eyðifirði fyrir sleðamenn.
 
Á Mjóeyri er góð aðstaða fyrir umhirðu skíða og bretta auk þess er fátt þægilegra en að láta líða úr sér eftir vel heppnaðan dag í Saunabaðinu okkar eða heita pottinum.

Frekari upplýsingar um útfærslu og verð má fá hjá Sævari í síma 698-6980 eða 477-1247 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skíðaævintýri 1


Gisting í tvær nætur hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri
Ásamt aðgangi að saunabaði og heitum potti.
Tveir dagspassar í Austfirsku Ölpunum , Oddsskarði
Verð kr. 17.200 í eins manns herbergi
Verð kr. 15.200 pr.mann í tveggja manna herbergi
Verð kr. 16.900 pr.mann í 4-6 manna ferðaþjónustuhúsi m.a.v uppábúin rúm.


Skíðaævintýri 2


Gisting í 3 nætur hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri
ásamt aðgangi að saunabaði og heitum potti.
Þrír dagspassar í Austfirsku Ölpunum, Oddsskarði
Verð kr. 25.300 í eins manns herbergi
Verð kr. 22.300 pr.mann í tveggja manna herbergi
Verð kr. 24.850 pr.mann í 4-6 manna ferðaþjónustuhúsi m.a.v uppábúin rúm.

50% afláttur fyrir börn 5-16 ára.0-4 ára frítt.

Morgunmatur er ekki innifalinn í verði
Einnig er hægt að fá nesti og kvöldmat sé þess óskað.

Hægt er að leita tilboða fyrir hópa