Ástarævintýri á Mjóeyri

Smelltu hér til að sjá heildar dagskránna fyrir Eskifjörð 

Dagar Myrkurs 7.-17.nóvember 2013

Bærinn verður ljósum skreyttur, tónleikar, sýningar,  rómantískur matseðill, bílabíó og margt fleira í gangi fyrir rómantískt og kærleiksríkt fólk.

 Eskfirðingar eru hvattir til að skreyta hús sín með ljósum, hjörtum og skapa rómantíska stemningu í bænum. Bæjarbúar eru hvattir til að gefa hjörtu sína á milli, heimsækja nágranna og gefa af sér.

Föstudagurinn  15.nóvember
18:00 Bílabíó á Mjóeyri - barnasýning
20:00 Bílabíó á Mjóeyri - fjölskyldusýning
Ókeypis aðgangur, 10.bekkur grunnskólans á Eskifirði verður með sölu á poppi og gosi.
22:00-1:00 Pöbbastemming á Randulffs-sjóhúsi. Ýmis tilboð á barnum.

Laugardagurinn 16.nóvember

14:00-17:00 Undirfata kynning frá Undirföt.is á Gistiheimilinu Öskju, Strandgötu 87. 
19:00 Rómantískur kvöldverður á Randulffs-sjóhúsi. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi úr Austfirsku eðal hráefni. Kokkarnir Sigurður Daði og Steinunn Diljá frá veitingarstaðnum Satt, Reykjavík, sjá um veitingarnar. Daníel Arason sér um lifandi tónlist á meðan borðhaldi stendur. Verð í matinn 7.500kr á mann.

Tilboð á Gistingu þessa helgi
-Helgarævintýri, 2 nætur í húsi 22.500 á mann eða í herbergi 17.600 á mann.
-Ein nótt í húsi 15.900 á mann eða 12.500 á mann í herbergi.

Helgarævintýrið inniheldur:
   -Gistingu í huggulegum sumarhúsum/herbergjum á Mjóeyri, með morgunverði
   -Glaðning við komu.
   -Aðgang að Baðhúsinu, heitur pottur og sauna
   -Rómantískan 5 rétta kvöldverð á Randulffs-sjóhúsi

Bókanir í síma 4771247

Ath.
- Ýmsar uppákomur verða á Eskifirði alla helgina
- Boðið verður upp á leiðsögn á rjúpu fyrir þá sem það vilja
- Frábær sundlaug er á Eskifirði
- Fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágrenninu.
- Hægt er að panta snittur og freyðivín í pottinn gegn vægu gjaldi ef bókað er fyrirfram