Gönguvikan 2016

skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
skór
pirate
skór
skór
skór
skór
háhælaðir
háhælaðir
hiking iceland eskifjordur mjoeyri
hiking iceland eskifjordur mjoeyri gönguvika

Göngu og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

 

Á fætur í Fjarðabyggð

18.-25. júní 2016Laugardagur 18.júní


Kl. 10:00.

1.Göngu og bátsferð á Barðsneshorn og Sandfell  577 m +

3 mismunandi útfærslur.

Mæting við Safnahúsið(rautt hús) í Miðbæ Neskaupstaðar þaðan sem bátur flytur fólk að Barðsnesi.

  1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes. Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson.
  2. Gengið í Síðuskarð og þaðan á Sandfell. Komið við í Afréttarskarði í bakaleiðinni og eggin gengin út að Skollaskarði. Fararstjóri Þorgeir Jónsson.
  3. Styttri söguganga á Barðsnesi með viðkomu í Skollaskarði á Vatnshól og við Rauðubjörg. Fararstjóri Sigurborg Hákonardóttir.

Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð kr. 5.000 (bátsferð innifalin í verðinu).

 

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, 698 6980 eða email address has been masked , fyrir kl. 12.00 föstudaginn 17. júní.

 

Kl. 21:00

Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð.

Þórunn Erna Clausen söng- og leikkona og Bjarni töframaður, söngvari, trúbador og uppistandari skemmta. Þau ætla að syngja lögin sem allir elska! Allt frá íslenskum ástarlögum yfir í Motown, Abba, 80’s, diskó, rokk, Eurovision með öllu tilheyrandi. Glimmer, grín, uppistand, gleði, töfrar, hlátur, dans og brjálað stuð.

Verð kr. 1.000.

 

Sunnudagur 19.júní

 

Kl. 10:00

2. Gönguferð um Fönn

Mæting við dæluhús hitaveitunnar í norðanverðum Eskifjarðardal.

Gengið upp með Innri – Þverá og glæsilegir fossar árinnar skoðaðir. Því næst gengið á fjallið Andra. Þaðan svo haldið norður á jökulinn Fönn og niður á Mjóafjarðarheiði.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980

Verð. 3.000kr.

Kl. 17.30
3. Fjölskylduganga um Brekkuþorp í Mjóafirði
.

Mæting við Selhellu vestast í þorpinu. Gengið um þorpið og sagðar sögur.

Fararstjóri Sigfús Vilhjálmsson á Brekku 8936770

Verð kr.1.000

 

Kl. 20.00

Kvöldvaka í Sólbrekku Mjóafirði í umsjá heimamanna.

Sögustund og veitingar í Sólbrekku.

Verð kr. 1.500

 

Mánudagur 20.júní

 

Kl. 10:00.

4. Hái-Járnskari. 619m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)  

Mæting við bílastæðið neðst  á Oddsdal neðan við gamla skíðaskálann.
Gengið út með Skuggahlíðarbjargi og upp að Vegahnjúk. Gengið á tindinn Hellisfjarðarmegin.
Ægifagurt útsýni yfir Hellisfjörð og Norðfjörð er af fjallinu.
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson 8647694
Verð.kr. 2.000

 

Kl. 17:30
5. Fjölskylduganga inn með Seldalsá Norðfirði.  

Mæting inn við bæinn Seldal í samnefndum dal.

Gengið inn með ánni, fossar og skessukatlar skoðaðir.

Fararstjóri Laufey Sveinsdóttir 8633623

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 21:00

Kvöldvaka í fjósinu í Seldal.

Í umsjá Ferðafélags Fjarðamanna og Skorrahesta.

Lifandi tónlist, söngur og farið í leiki.

Veitingar í boði Síldarvinnslunnar

 

Þriðjudagur 21.júní

 

Kl. 10:00

6. Fjallið Sauðatindur (Innra- Hólafjall). 1088m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)  

Mæting við Ytri-þverá í norðanverðum Eskifjarðardal.

Gengið upp með ánni og fossarnir í henni skoðaðir. Þaðan gengið upp á Harðskafa og svo upp suðurhliðar Sauðatinds. Mjög víðsýnt er af fjallinu m.a. yfir Fannardal, Eskifjörð og Norðfjörð.

Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 2.000.

 

 

Kl. 17:30

7. Fjölskylduganga út í Hólmanes. 

Mæting á bílastæðinu á Hólmahálsi.

Gengið af bílastæðinu og niður að Baulhúsum og þaðan niður á Skeleyri. Haldið út á nesið og genginn hringur um ytri Hólmaborgina. Göngugarpar geta gengið upp á borgina að austanverðu. Grillveisla á Borgarsandi um kl 19.30.

Fararstjóri Elías Jónsson.8448570

Verð í göngu kr. 1.000

 

Kl. 19:30

Kvöldvaka og grillveisla á Borgarsandi.

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð.Grill og kvöldvaka í boði Landsbankans. Lifandi tónlist. 

Miðvikudagur 22.júní

 

Kl. 10:00

8. Fjallið Sómastaðatindur í Reyðarfirði 948m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)  

Mæting á skógræktarvegi austan við vinnubúðirnar á Haga í Reyðarfirði

Gengið frá skógræktinni og upp í Ljósárdal. Gengið inn dalinn og upp úr honum að norðanverðu og kíkt niður í Skotin Eskifjarðarmegin. Þaðan gengið út á tindinn. Frábært útsýni yfir Eskifjarðarheiði og út Reyðarfjörð.

Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 2.000.

 

Kl. 18:00

9. Gönguferð við Búðará á Reyðarfirði fyrir alla fjölskylduna.

Mæting við Stríðsárasafn Íslands.

Gengið upp frá Stríðsárasafninu og upp með Búðaránni að austanverðu yfir nýju brúna á stíflunni ofan við hinn glæsilega Búðarárfoss. Gengið svo niður vestan ár og yfir brúna neðan við safnið.

Fararstjóri: Sigurbjörn Marinósson  8932330.  

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 20.00

Kvöldvaka og grill við Íslenska Stríðsárasafnið.

í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri

Lifandi tónlist með Þórunni Clausen, Jóhönnu og Hjördísi Seljan ásamt Andra Bergmann.

Hernámsþema verður á kvöldvökunni.

Grillveisla í boði Egersund Ísdland.

 

 

 

 

Fimmtudagur 23.júní

 

Kl. 10:00

10. Fjallið Sauðabólstindur í Stöðvarfirði. 859m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni) 

Mæting við kirkjugarðinn innan við bæinn Stöðvarfjörð.

Gengið frá kirkjugarðinum upp undir Djúpabotn, upp á Hellufjall þaðan sem gengið er upp austur horn Sauðabólstinds.

Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 2.000.

Kl. 17.30
11. Fjölskylduganga upp með Gilsá í norðanverðum Fáskrúðsfirði. 

Mæting við Gilsá austan við þéttbýlið.

Gengið upp með Gilsánni og foss skoðaður sem hægt er að ganga á bakvið.

Fararstjóri Eyþór Friðbergsson 8652327.

Verð kr. 1.000.

 

 

Kl. 20:00

Kvöldvaka og veitingar í umsjá Göngufélags suðurfjarða í Pálsbúð, Kolfreyjustað við norðanverðan Fáskrúðsfjörð.

Verð kr. 1000.

 

Föstudagur 24.júní

 

Kl. 10:00

12. Gengið  á Goðatind 912m  (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)  

Mæting á bílastæðinu við skíðaskálann í Oddsskarði.

Gengið upp í Magnúsarskarð og þaðan eftir fjallsegginni á tindinn. Ægifagurt útsýni er af fjallinu m.a. yfir Reyðarfjörð. Haldnir verða örtónleikar á toppnum.

Hátíðleg stund í lokin, þar sem verið er að klára fjöllin fimm.

Fararstjóri: Sævar Guðjónsson 698 6980

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 14:00

13.Gönguferð af Vöðlavíkurheiði á Álffjall.   

Mæting á Vöðlavíkurheiði.

Gengið frá heiðinni út með Stórafelli og yfir Sléttuskarð að Álffjalli.

Glæsilegt útsýni yfir Reyðarfjörð, Vöðlavík og Karlsskálafjall.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980

Verð kr. 1.000.  

 

Kl. 20:00

Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri Við Eskifjörð. 
Lifandi tónlist, varðeldur, fjársjóðsleit og fleira skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri.
Aðgangur ókeypis.

 

 

   

Laugardagur 25. júní

 

Kl. 10:00

14.Gönguferð frá Viðfirði um Sandvík til Vöðlavíkur. (17 km)  

Mæting við Klifið innst í Viðfirði (4x4).  Þeir sem vilja sameinast í bíla, mæting á Mjóeyri kl 9:00.  Gengið upp Súlnadal og um Nónskarð til Sandvíkur. Haldið hæð í víkinni, undir Skúmhetti og svo um Gerpisskarð, Gerpisdal Einstígi að eyðibýlinu Vöðlum í Vöðlavík.

Bílarnir sóttir í Viðfjörð.

Fararstjóri: Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð.kr.3.000

 

Kl. 15:00
15. Fjölskylduganga í Vöðlavík 

Mæting við Karlsstaði, skála Ferðafélags Fjarðamanna í Vöðlavík. (4x4)

Ekið frá skálanum og út að Vöðlum þaðan sem gengið er út á Landsenda. Minjar um útræði frá Vöðla höfn o.fl. skoðað.

Fararstjóri: Elías Jónsson, 8448570

Verð kr. 1.000

 

 


Kl 17:00

Strandpartý á sandinum í Vöðlavík.(4x4)

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri og Ferðafélags Fjarðamanna.

Mæting við bergganginn Refshala utan við eyðibýlið Vöðla á Norðanverðum sandinum.

Varðeldur, sandkastalasmíði, leikir og lifandi tólist.

Grillveisla

 

 

Kl. 20:00

Vegleg lokakvöldvaka á Mjóeyri

Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veittar viðurkenningar Gönguvikunnar og fleira.

Grillveisla í boði Eskju.

Aðgangur ókeypis.

 

Kl. 22.00 – 01.00
Sjóhúspartí á Randulffs sjóhúsi.   

Andri Bergmann Þórhallsson sér um fjörið.

18 ára aldurstakmark.

Aðgangur 1.000 kr.

 

 

 

Allar gönguferðirnar eru tölusettar og á kortinu hér að aftan er upphafsstaður ferðanna merktur ásamt helstu stöðum er tengjast gönguvikunni.

 

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar

Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Tanna travel á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar. Kortið kostar 15.000 kr.

 

Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum.

Neskaupstaður: Fjarðasport, Nesbær og Hótel Edda

Eskifjörður: Randulffs-sjóhús, Shell skálinn og Ferðaþjónustan Mjóeyri.

Reyðarfjörður: Söluskáli Olís, Veiðiflugan og Íslandspóstur.

Stöðvarfjörður: Brekkan

Mjóifjörður: Sólbrekka

Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð ferðamannaFyrir börnin:

Náttúrunámskeið verður alla dagana frá Kl. 09:30-12:30 á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri. Forgang hafa börn ,,Göngugarpa”. Nánari upplýsingar og bókanir hjá Berglindi, 696 0809 eða 477 1247.  

 

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar í fimm fjalla leiknum.Fjallagarpur gönguvikunnar:
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjal er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu og gleðivikunnar, fyrir afrekið. Unglingar, fimmtán ára og yngri fá einnig viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.Gönguvikufjöllin fimm eru:
Hái - Járnsskari milli Norðfjarðar og Hellisfjarðar 619m. Suðatindur í Eskifirði (innra Hólafjall) 1088m

Sómastaðartindur í Reyðarfirði 948m.Sauðabólstindur í Stöðvarfirði 859m og Goðatindur milli Eskifjarðar og Norðfjarðar 912m.

Sundlaugar í Fjarðabyggð:

Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu.  Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð.  Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.

Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, á laugardögum frá

13:00-17:00 og á sunnudögum frá 13:00-18:00.