Rjúpnaveiðar

Við bjóðum upp á alla þjónustu fyrir rjúpnaveiðimenn. Frábærar veiðilendur eru á svæðinu bæði í kjarri og upp til fjalla. Við bjóðum upp á gistingu, leiðsögn, mat, heitan pott og sauna.
Boðið er upp á að sækja veiðimenn á Egilsstaðar flugvöll og spara þannig ferðatíma. Sé þess óskað getur leiðsögumaður einnig boðið upp á öflugan jeppa til að komast á veiðislóð.
Sævar Guðjónsson er svæðisleiðsögumaður, mjög reyndur í skotveiði, þekkir aðstæður og veiðilendur á Austurlandi mjög vel og kemur sjaldnast tómhentur heim.

Ath. einnig er hægt að vera með blandaða veiðiferð þ.e. taka rjúpnaveiði, svartfugla- og refaveiði.

Skíðafólk - Skíðaævintýri á Eskifirði

Ferðaþjónustan Mjóeyri ,,við rætur Austfirsku Alpanna" í Oddsskarði býður í vetur ævintýraleg skíðaævintýri. 
Við bjóðum aðgang að einu allra besta skíðasvæði Íslands í Oddsskarði, en auk þess snjósleðadrátt upp á fjöll fyrir skíða og brettafólk.
Ævintýrin eru sniðin að mismunandi þörfum hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa t.d yfir helgarferðir, Páska-, eða sólarhringsferðir.
Ævintýrin okkar henta jafnt fyrir brekkuskíði sem gönguskíði. Þá bjóðum við leiðsögn um fjöll og eyðifirði fyrir sleðamenn.
 
Á Mjóeyri er góð aðstaða fyrir umhirðu skíða og bretta auk þess er fátt þægilegra en að láta líða úr sér eftir vel heppnaðan dag í Saunabaðinu okkar eða heita pottinum.

Ástarævintýri á Mjóeyri

Smelltu hér til að sjá heildar dagskránna fyrir Eskifjörð 

Dagar Myrkurs 7.-17.nóvember 2013

Bærinn verður ljósum skreyttur, tónleikar, sýningar,  rómantískur matseðill, bílabíó og margt fleira í gangi fyrir rómantískt og kærleiksríkt fólk.

Bátaleiga

Við erum einnig með bátaleigu sem staðsett er í Randulffssjóhúsi. Bátarnir eru samtals 9, allir sex manna smábátar að gerðinni Corsiva 430. Bátarnir eru 4,3 metra langir og eru með 4hp Selva utanborðsmótora.

Gönguvikan

Einn af hápunktum á útivistardagatali sumarsins er gönguvikan Á fætur í fjarðarbyggð sem hefst árlega fyrsta laugardag eftir sumarsólstöður og lýkur á laugardeginum, viku síðar.

Gönguvikan nýtur sífellt vaxandi vinsælda, og fólk er farið að hlakka til hennar og búa sig undir hana strax í ársbyrjun.

Hér má sjá dagskrá gönguvikunnar í ár

Vélsleðaferðir

Þegar veturinn kemur breytist Eskifjörður í sannkallaðan vetrarævintýraheim.

Hefur þig ekki alltaf langað á vélsleða ?
Á Mjóeyrinni hefur þú tækifæri til þess, en við getum skipulagt og sett upp snjósleðaferðir sem hentað geta flestöllum.

Ísklifur

Þegar veturinn kemur breytist Eskifjörður í sannkallaðan vetrarævintýraheim.

Að vetrarlagi þegar frost er getum við boðið upp á mjög fjölbreytt ísklifur.
Austfirðir hafa endalausa möguleika fyrir ísklifrara með öllum sínum fjöllum og fossum.
Á Eskifirði er líklega eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að klífa flóðlýstann náttúrulegan foss.

Köfun

Austfirðir bjóða upp á endalausa möguleika fyrir kafara. Hvort heldur sem er byrjendur eða lengra komna.
Hægt er m.a. að kafa í bátsflak og kanna undra- veröld hafdjúpanna.
Við á Mjóeyri bjóðum upp á ýmiskonar þjónustu við kafara s.s. bát, hleðslukúta, þurrk- og hreinsiaðstöðu svo eitthvað sé nefnt.

Golf

Í nágrenni Mjóeyrar er að finna 2 góða golfvelli sem stutt er að skreppa á og taka hring.

Á Eskifiði er góður 9 holu gólfvöllur og þangað er 5 mín. akstur frá Mjóeyri.
Á Norðfirði er einnig góður 9 holu gólfvöllur og þangað er um 25 mín. akstur.