Rjúpnaveiðar

Við bjóðum upp á alla þjónustu fyrir rjúpnaveiðimenn. Frábærar veiðilendur eru á svæðinu bæði í kjarri og upp til fjalla. Við bjóðum upp á gistingu, leiðsögn, mat, heitan pott og sauna.
Boðið er upp á að sækja veiðimenn á Egilsstaðar flugvöll og spara þannig ferðatíma. Sé þess óskað getur leiðsögumaður einnig boðið upp á öflugan jeppa til að komast á veiðislóð.
Sævar Guðjónsson er svæðisleiðsögumaður, mjög reyndur í skotveiði, þekkir aðstæður og veiðilendur á Austurlandi mjög vel og kemur sjaldnast tómhentur heim.

Ath. einnig er hægt að vera með blandaða veiðiferð þ.e. taka rjúpnaveiði, svartfugla- og refaveiði.

Skíðafólk - Skíðaævintýri á Eskifirði

Ferðaþjónustan Mjóeyri ,,við rætur Austfirsku Alpanna" í Oddsskarði býður í vetur ævintýraleg skíðaævintýri. 
Við bjóðum aðgang að einu allra besta skíðasvæði Íslands í Oddsskarði, en auk þess snjósleðadrátt upp á fjöll fyrir skíða og brettafólk.
Ævintýrin eru sniðin að mismunandi þörfum hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa t.d yfir helgarferðir, Páska-, eða sólarhringsferðir.
Ævintýrin okkar henta jafnt fyrir brekkuskíði sem gönguskíði. Þá bjóðum við leiðsögn um fjöll og eyðifirði fyrir sleðamenn.
 
Á Mjóeyri er góð aðstaða fyrir umhirðu skíða og bretta auk þess er fátt þægilegra en að láta líða úr sér eftir vel heppnaðan dag í Saunabaðinu okkar eða heita pottinum.

Gönguvikan

Einn af hápunktum á útivistardagatali sumarsins er gönguvikan Á fætur í fjarðarbyggð sem hefst árlega fyrsta laugardag eftir sumarsólstöður og lýkur á laugardeginum, viku síðar.

Gönguvikan nýtur sífellt vaxandi vinsælda, og fólk er farið að hlakka til hennar og búa sig undir hana strax í ársbyrjun.

Gönguvikan 2019 verður dagana 22. - 29. júní 

Vélsleðaferðir

Þegar veturinn kemur breytist Eskifjörður í sannkallaðan vetrarævintýraheim.

Við á Mjóeyri getum skipulagt fjölbreyttar ferðir um austurland fyrir snjósleðahópa. 

 

Ísklifur

Þegar veturinn kemur breytist Eskifjörður í sannkallaðan vetrarævintýraheim.

Að vetrarlagi þegar frost er, getum við leiðbeint fólki og bent á mjög fjölbreyttar ísklifurleiðir í næsta nágrenni.
Austfirðir hafa endalausa möguleika fyrir ísklifrara með öllum sínum fjöllum og fossum.
Á Eskifirði er meðal annars hægt að klífa Hólmatind og flóðlýstann náttúrulegan foss.
Einnig eru skemmtilegar klifurleiðir í Norðfjarðarnípu og mörgum fleiri stöðum í nágrenninu. 

Mjóeyrin um HáveturHorft yfir Eskifjörð að vetri

Köfun

Austfirðir bjóða upp á endalausa möguleika fyrir kafara. Hvort heldur sem er byrjendur eða lengra komna.
Hægt er m.a. að kafa í bátsflak og kanna undra- veröld hafdjúpanna.
Við á Mjóeyri bjóðum upp á ýmiskonar þjónustu við kafara s.s. bát, hleðslukúta, þurrk- og hreinsiaðstöðu svo eitthvað sé nefnt.

Golf

Í nágrenni Mjóeyrar er að finna 2 góða golfvelli sem stutt er að skreppa á og taka hring.

Á Eskifiði er góður 9 holu gólfvöllur og þangað er 5 mín. akstur frá Mjóeyri.
Á Norðfirði er einnig góður 9 holu gólfvöllur og þangað er um 25 mín. akstur.

Skíðaferðir


Við bjóðum upp á margvíslegar skíðaferðir um nágrennið, hvort heldur sem er á fjallaskíðum, gönguskíðum, telemarkskíðum eða svigskíðum. Margar mis- krefjandi leiðir eru í boði. Skíðasvæðið í Oddsskarði er eitt af þeim allra bestu á landinu með fjölda troðinna og ótroðinna leiða.

Við bjóðum skíðamönnum upp á góða þjónustu hvað varðar aðstöðu svo sem gistingu, mat og aðstöðu til að viðhalda skíðum, þurkklefa ofl.
Gott er að láta líða úr sér í heita pottinum eða saunanu á Mjóeyri eftir skíðaferð.

Kynntu þér austfirsku Alpana, skíðasvæðið í Oddskarði


Á Snjobretti í OddskarðiÁ Snjobretti í Oddskarði 2Horft yfir Eskifjörð úr Oddskarði Skíðað í OddskarðiSkíðafólk í Oddskarði