Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Páskaeggjaleit á Mjóeyri

Mikil og skemmtileg dagskrá verður í boði í tengslum við Páskafjör á Austurlandi og að sjálfsögðu ætlum við á Móeyri að taka þátt í því. Á Páskadagsmorgun kl 9:30 verður páskaeggjaleit fyrir börn og fullorðna.
Á föstudaginn langa kl 10:00 ætla Díana Mjöll og Guðrún Jónína að vera með "Wellness" morgunverð.
Allir velkomnir.

Nánari upplýsinar um dagskrá Páskafjörs verður að finna á heimasíðunni www.east.is

Valdi á flot

Gamli trébáturinn hans Valda Friðriks hefur nú verið gerður upp og var sjósettur í dag. Af því tilefni fór fjölskyldan á Mjóeyri í skemmtisiglingu um fjörðinn í blíðskaparveðri.

Tjaldurinn er kominn

Fyrsti tjaldurinn sást í Mjóeyravíkinni í dag. Hann sat á steini við fjöruborðið í sólahring eftir langt og erfitt ferðalag.

Páskafjör

Á fundi ferðamálafélags Fjarðabyggðar og Markaðstofu Austurlands sem haldinn var í dag var ákveðið að útfæra Páskafjör í Fjarðabyggð yfir í Páskafjör á Austurlandi, svipað og Dagar myrkurs á Austurlandi. Fjölmargar uppákomur og atburðir verða um allt Austurland, nánar auglýst síðar.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar