Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Valdi á flot

Gamli trébáturinn hans Valda Friðriks hefur nú verið gerður upp og var sjósettur í dag. Af því tilefni fór fjölskyldan á Mjóeyri í skemmtisiglingu um fjörðinn í blíðskaparveðri.

Tjaldurinn er kominn

Fyrsti tjaldurinn sást í Mjóeyravíkinni í dag. Hann sat á steini við fjöruborðið í sólahring eftir langt og erfitt ferðalag.

Páskafjör

Á fundi ferðamálafélags Fjarðabyggðar og Markaðstofu Austurlands sem haldinn var í dag var ákveðið að útfæra Páskafjör í Fjarðabyggð yfir í Páskafjör á Austurlandi, svipað og Dagar myrkurs á Austurlandi. Fjölmargar uppákomur og atburðir verða um allt Austurland, nánar auglýst síðar.

Skíðasvæðið opið

Skíðasvæðið í Oddskarði opnaði í dag. Til að byrja með verður einungis barnalyftan í Sólskinsbrekku opin en enn vantar snjó til að hægt sé að opna neðri lyftuna austan Norðfjarðarvegar. Nokkuð meiri snjó þarf til að hægt verði að opna efri lyftuna. Að sögn staðarhaldara Dagfinns Ómarssonar er hann bjartsýnn á framhaldið og reiknar með nægum snjó fram í maí. Gjald í barnalyftuna í Sólskinsbrekku er einungis 500 kr. fyrir daginn fyrir alla aldurshópa. Opið verður í dag frá 17:00 - 21:00. Hægt er að nálgast upplýsingar um veður og færi á skíðasvæðinu á textavarpinu á síðu 545 og í símsvara 878-1474.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar