Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Páskaeggjaleit á Páskadagsmorgun

Þrátt fyrir norðan kalda mættu um 40-50 börn á Mjóeyrina í páskaeggjaleitina. Eggin höfðu verið falin tilviljanakennt um alla eyrina bæði stór og lítil. Flestir fundu egg en aðrir fengu egg hjá Sævari í sárabætur. Ekki var annað að heyra en allir væru sáttir við uppátækið og aldrei að vita en að það verði reynt aftur að ári.

"Wellness" morgunverður

Um 30 manns mættu í Wellness morgunverð Jónínu og Díönu. Ekki var annað að heyra á gestum sem voru á
öllum aldri að þeir hafi verið ánægðir með framtakið.

Mjóeyri festir kaup á smábátum

Mjóeyri ehf hefur ákveðið að festa kaup á 10 Corsiva 430 smábátum af Bátasmiðju Guðmundar í Hafnafirði. Bátarnir eru 4,3m langir og búnir 4hp fjórgengis utanborðs mótorum af gerðinni Selva frá Bátalandi í Hafnafirði. Bátarnir rúma 4-5 persónur og verða björgunarvesti og sjóstangir fyrir alla.
Bátarnir eru væntanlegir á Mjóeyrina í maí næst komandi og verða þar til leigu fyrir þá sem vilja ná sér í fisk á grillið eða fara í skemmtilega siglinu um fjörðinn.

Púðursnjór í Oddskarði

Þó nokkuð hefur snjóað í Austfirsku Ölpunum síðustu daga og nú er þar 20-30cm nýfallinn púðursnjór og góð spá er fyrir helgina. Nú er rétta tækifærið til að pússa rykið af skíðunum fyrir Páskafjörið.
Upplýsingar um opnunartíma er að finna í síma 8781474.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar