Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Ferðaskipuleggjendur

Mjóeyri ehf fékk leyfi ferðaskipuleggjanda frá ferðamálastofu í dag og hefur leyfi ti að skipuleggja ferðir undir nafninu ,,Ferðaþjónustan Mjóeyri''.

Fundarhald

Markaðstofa Austurlands hélt stjórnarfund nýrrar stjórnar hér á Mjóeyri í dag.
Þennan sama dag sat umhverfisnefnd Fjarðabyggðar einnig fund hér þar sem við mjóeyringarnir kynntu þeim fyrirhugaða uppbyggingu í ferðaþjónustu á Mjóeyri og hugmyndir okkar í þeim efnum.

Óvissuferð Garðars

Garðar Thor Cortes kynþokkafyllsti maður ársins 2005 að mati hlustenda rásar 2 heimsótti Austurland ásamt unnustu sinni Tinnu Gunnarsdóttur um helgina. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að fara í óvissuferð sem hann hlaut að gjöf frá Mjóeyri ehf. Sævar tók á móti þeim á Reyðarfirði og fór með þau í skoðunarferð um Fjarðabyggð, því næst var farið um borð í skemmtibát Einars Sveins Sveinssonar á Norðfirði og silgdi hann með þau með fram Nípunni, yfir að Rauðubjörgum inn í Viðfjörð þar sem farið var í land og sögur sagðar og nesti borðað. Því næst var haldið í Hellisfjörð og þaðan til Norðfjarðar aftur. Af bátsferð lokinni var svo farið á Eskifjörð þar sem "hákarla" Guðjón var heimsóttur og fengu sægarpar sér hákarl og brennivín að sjómanna sið. Ferðin endaði svo hér á Mjóeyri í kaffi og með því hjá Berglindi.

Við byggjum!

Mjóeyri ehf hefur fest kaup á 5 heilsárshúsum af fyrirtækinu Nýgifs ehf. Húsin eru 24m2 með baði, setustofu og eldhúsi en í risi eru tvö svefnherbergi. Húsin eru væntanleg í lok maí og eiga að vera tilbúin til útleigu um miðjan júní. Um er að ræða brasilísk harðviðarhús með verönd.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar