Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Hita mál

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók til umfjöllunar á fundi sínum 11.maí erindi okkar hvað varðar lagningu hitaveitu að Mjóeyri. Erindinu var hafnað þar sem kostnaður við lögnina yrði of mikill eða um 1,5 milljón. Þar með er útséð með að við hitum gistihúsið og heilsárshúsin með hitaveitu og þurfum við því að leita annarra leiða. Einnig breytir þetta áformum okkar varðandi uppsetningu á heitum potti. Ekki er þó útséð með að við fáum hitaveitu á næstu árum, þar sem hugmyndir eru uppi um íbúðarbyggð á og utan við Mjóeyri.

Heia Norge!

Frændur okkar frá Vesterålen í Norður-Noregi voru á ferð hér á Austurlandi dagana 29.apríl - 1.maí. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni Ferðamálaráðsis í Vesterålen og Markaðsstofu Austurlands. Við hér á Mjóeyri buðum þeim upp á eskfiskan harðfisk frá Sporði, hákarl frá ,,hákarla" Guðjóni og íslenskt brennivín. Þarna voru á ferð ferðaþjóustu aðilar sem hingað komu til að kynna sér náttúrutengda ferðaþjónustu og er fyrirhugað að ferðaþjónustuaðilar héðan fari til Versterålen í haust.

Töluverð ásókn hefur verið í hákarl og brenivín hér í vetur, sérstaklega af fyrirtækjum og smærri hópum.

Fjöruferð

Grunnskóli Hallormstaðar kom í heimsókn til okkar í dag. Farið var í vísindaferð um fjöruna og lífríkið skoðað. Að lokinni fjöruferð þjáðu nemendur og kennarar heitt kakó á Gistiheimilinu.

Þeir fiska sem róa!

Við hér á Mjóeyri lögðum rauðmaga net í vikunni og drógum netin í dag. Að því tilefni buðum við vinum í mat þar sem aflinn var soðinn, steiktur og grillaður eftir því sem við átti. Töluvert veiddist af rauðmaga og rauðsprettu hér rétt innan við eyrina.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar