Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Ratleikur Ferðafélags fjarðamanna

Fámennt en góðmennt var í ratleik ferðafélagsins í dag og tóku 2 lið þátt. Meðal þess sem liðin áttu að gera var að semja ljóð um Mjóeyri og tókst það stór vel.

Hópur 1
Á Mjóeyri stendur viti
sem lýsir svo bjart
þar er alltaf sól og hiti
og aldrei neitt svart

Hópur 2
Á Mjóeyri er glens og grín
oft þar er komið saman
enginn er alveg eins og svín
en það væri voða gaman

Ratleikur fyrir alla fjölskylduna

Laugardaginn 1.júlí verður árlegur ratleikur Ferðafélags fjarðamanna hér á Mjóeyrinni. Ratleikurinn hefst kl 12:00 og eru bæði börn og fullorðnir hvattir til að mæta. Boðið verður upp á léttar veitingar að leik loknum. Mjóeyri ehf sér um skipulagninguna.

Mjóeyrarflotinn í heimahöfn

Nú eru bátarnir loksins komnir. Stefán Guðjónsson dró bátana á vélbátnum Guðjóni til heimahafnar og var hersingin eins og andarkolla með ungana sína. Bátarnir verða tilbúnir til útleigu fljótlega.

Allir í sund!

Ný sundlaug var tekin í notkun á Eskifirði í dag.
Sundlaugin er 25m löng útilaug en auk þess er vaðlaug, 2 heitir pottar og 3 rennibrautir. Þetta er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og gesti sem hingað koma.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar