Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Bátaleigan í fullum gangi.

Almenn ánægja er með bátaleiguna og eru þeir sem fara með stöng ánægðir með fiskeríið. Veiðin er þó misskipt en allir hafa þó fengið í soðið. Nokkrir hópar hafa komið og leigt sér báta og grillað svo aflann hérna á Mjóeyrinni hjá okkur. Aðal uppistaðan í því sem veiðist hefur er þorskur og ýsa en þó hafa menn rekið í ýmsar aðrar tegundir svo sem kola, lýsu og fl.sem gaman er að draga á stöng.

Annari Gerpisgöngunni lokið

Gengið var í 5 daga um eyðibyggðirGerpissvæðisins.
Gönguhópurinn Fjallalömb, alls 18 manns, fengu flestar útgáfur af veðri, en þó var ágætis gönguveður flesta dagana og tókst ferðin að okkar mati mjög vel. Hópurinn, bæði göngugarpar og trússsarar, stóðu sig afar vel í ferðinni.

Ekki vantaði vísurnar og kemur hér smá sýnishorn.

Nánar: Annari Gerpisgöngunni lokið

Fyrstu Gerpisgöngunni lokið

Gengið var að vanda um eyðibyggðir Gerpissvæðisins. Gönguhópurinn samanstóð af 18 þrælvönum göngugörpum sem stóðu sig frábærlega. Veðrið lék við hópinn allan tímann og svæðið skartaði sínu fegursta. Ferðaþjónustan á Mjóeyri þakkar fyrir skemmtilega samveru. Fjölmargar skemmtilegar vísur urðu til í ferðinn, hér kemur smá sýnishorn til gamans.

Nánar: Fyrstu Gerpisgöngunni lokið

Bátaleigan tekin til starfa

Nú er hægt að fá báta leigða á Mjóeyri. Bátaleigan er opin frá kl 18-22 alla virka daga og frá 10-22 um helgar. Utan þess tíma samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 477-1247 eða 698-6980.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar