Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Þorrablót 2007

Þorrablót Eskfirðinga verður haldið í Valhöll laugardaginn 20.janúar kl: 20.00. Húsið opnar kl 19.30.
Forsala aðgöngumiða verður þriðjudaginn 16.janúar í Valhöll kl 20. Danshljómsveit Friðjóns leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi.

Gleðilegt nýtt ár

Við sendum vinum, viðskiptavinum og velunnurum bestu óskir um gleðilegt ár með kærum þökkum fyrir heimsóknir, gjafir og góðvid í okkar garð. Mjóeyringarnir.

Svartfuglinn kominn

Töluverð svartfuglaveiði hefur verið í firðinum undanfarið. Hafa menn verið að veiða á bilinu 20-80 fugla á bát. Fuglinn er feitur og fallegur. Einstök veðurblíða hefur verið og margir bátar voru á veiðum í dag.

Skíðsvæðið opið

Skíðasvæðið í Oddskarði var opið í blíðskapar veðri og mjög góðu færi í dag, annan í jólum. Mjóeyrarfjölskyldan brá sér á skíði í tilefni af því. Nægur snjó er í Oddskarði og stefnir í góðan og langan skíðavetur. Ferðaþjónustan á Mjóeyri hyggst bjóða upp á skíðapakka í vetur. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband til að fá nánari upplýsingar.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar