Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Frábær mæting í Páskaeggjaleitinni

Um 50 krakkar tóku þátt í páskaeggjaleitinni í morgun. Þetta var í annað sinn sem Ferðaþjónustan á Mjóeyri stendur fyrir slíkri leit. Um 44 egg voru falin víðsvegar á eyrinni, 4 stór og 40 lítil. Flestir fundu egg en enginn fór tómhentur heim.

Sumarhúsin

Nú eru öll sumarhúsin fimm komin í notkun. Það var hljómsveitin Buff sem vígði síðasta húsið.

Páskaeggjaleit á Mjóeyri

Í tengslum við Páskafjör á Austurlandi verðum við með páskaeggjaleit fyrir börn og fullorðna á Mjóeyrinni laugardaginn 7.aprí kl 9:30. Allir velkomnir. Þátttökugjald á barn kr 200.

Nánari upplýsinar um dagskrá Páskafjörs verður að finna á heimasíðunni www.east.is

Smáhýsin á Mjóeyri

Nú er búið að reisa öll húsin fimm. Þrjú þeirra eru full kláruð. Húsin eru öll um 39m2, búin öllum nútíma þægindum. Fullbúið eldhús með eldavél, ofni, örbylgjuofni, ískáp, borðbúnaði ofl. Í setustofu er sjónvarp, útvarp með cd og aðgangur að interneti.
Baðherbergið er með sturtu.
Í setustofunni er hornsófi sem auðveldlega er hægt að breyta í tvíbreytt rúm.
Á efri hæð er sefnloft þar sem pláss er fyrir 2-3 og inn að því herbergi með tveimur rúmum og svölum.

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar